Jabari Bird, skotbakvörður Boston Celtics var á dögunum handtekinn fyrir heimilisofbeldi þar sem hann kyrkti kærustu sína og sparkaði í hana til skiptis.

Er hann í gæsluvarðhaldi og hefur félagið sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að verið sé að rannsaka málið. Sé eitthvað til í ásökunum muni félagið taka á því.

Saksóknari í Bandaríkjunum segir að Bird hafi kyrkt kærustu sína, er virtist vera til gamans, í fjóra tíma þar sem hann sleppti henni alltaf inn á milli áður en hann hóf misþyrminguna á ný.

Leyfði Bird kærustu sinni að ná andanum áður en það leið yfir hana áður en hann hófst á ný að misþyrma henni. Þess á milli sparkaði hann í hana en við leit á heimilinu fundust vopn.

Slapp hún frá heimili hans þegar það leið yfir hann og tilkynnti hún undir eins málið til lögreglu sem rannsakar málið þessa dagana.