NBA

Leikmaður Celtics kærður fyrir gróft heimilisofbeldi

Jabari Bird, skotbakvörður Boston Celtics var á dögunum handtekinn fyrir heimilisofbeldi þar sem hann kyrkti kærustu sína og sparkaði í hana til skiptis.

Jabari í leik með Boston á heimavelli þeirra, TD Garden. Fréttablaðið/Getty

Jabari Bird, skotbakvörður Boston Celtics var á dögunum handtekinn fyrir heimilisofbeldi þar sem hann kyrkti kærustu sína og sparkaði í hana til skiptis.

Er hann í gæsluvarðhaldi og hefur félagið sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að verið sé að rannsaka málið. Sé eitthvað til í ásökunum muni félagið taka á því.

Saksóknari í Bandaríkjunum segir að Bird hafi kyrkt kærustu sína, er virtist vera til gamans, í fjóra tíma þar sem hann sleppti henni alltaf inn á milli áður en hann hóf misþyrminguna á ný.

Leyfði Bird kærustu sinni að ná andanum áður en það leið yfir hana áður en hann hófst á ný að misþyrma henni. Þess á milli sparkaði hann í hana en við leit á heimilinu fundust vopn.

Slapp hún frá heimili hans þegar það leið yfir hann og tilkynnti hún undir eins málið til lögreglu sem rannsakar málið þessa dagana.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Ginobili leggur skóna á hilluna

NBA

Melo búinn að skrifa undir hjá Houston Rockets

NBA

Trump hæðist að gáfnafari LeBrons

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Auglýsing