Leik Fylkis og Vals í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta sem fara átti fram annað kvöld Wurth vellinum hefur verið frestað eftir að smit kom upp í leikmannahópi Fylkis.

Vegna smitsins verður leikmannahópur liðsins í sóttkví næstu daga. Nýr leikdagur verður ákveðinn síðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fylki þar sem segir að öll aðstaða meistaraflokka félagsins hefur verið sótthreinsuð með viðurkenndum aðferðum.

Uppkomið smit hefur ekki áhrif á æfingar eða keppni annarra flokka félagsins né neina aðra starfsemi sem fer fram hjá félaginu þessa dagana.