Kortney Hause sem skoraði sigurmark Aston Villa gegn Manchester United á Old Trafford fyrr á þessu tímabili lenti í umferðaróhappi á leiðinni í leik liðsins gegn Manchester City í gær þegar Hause missti stjórn á Lamborghini bifreið sinni og keyrði í gegnum grindverk við grunnskóla.

Hause kom ekkert við sögu í 1-2 tapi gegn ríkjandi Englandmeisturunum. Hann á að baki leiki fyrir yngri landslið Englands og 27 leiki í efstu deild.

Í enskum fjölmiðlum kemur fram að Hause hafi misst stjórn á Lamborghini Urus-bifreið sinni og endað á að keyra niður grindverk við grunnskóla nálægt Villa Park, heimavelli félagsins.

Faðir stúlku á leikskólanum lýsti því í samtali við enska fjölmiðla að það hafi verið heppilegt að ekkert barn hafi verið á svæðinu þar sem börn séu oft að bíða eftir foreldrum sínum þar sem Hause missti stjórn á bílnum.

Atvikið átti sér stað rétt áður en skólastarfi lauk þann daginn og voru börnin því enn inn í skólastofunum.