Þýska landsliðskonan Babett Peter sem leikur með Real Madrid nýtti tækifærið og heimsótti Söru Björk Gunnarsdóttur og frumburð hennar, Ragnar Frank Árnason, í gær.

Babett kom til Íslands í gær ásamt leikmönnum Real Madrid fyrir leik liðsins gegn Breiðablik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Babett lék með Söru hjá þýska stórveldinu Wolfsburg í þrjú ár og er sambandi með Ellu Masar, fyrrum knattspyrnukonu sem er afar góð vinkona Söru eftir að hafa leikið saman hjá Rosengard í Svíþjóð og Wolfsburg.

Masar sem er umboðsmaður í dag deildi mynd af Babett og Ragnari á Instagram-síðu sinni í dag.t

Mynd/Instagram