Manchester City staðfesti í dag að Mendy hefði verið handtekinn en í yfirlýsingu frá lögreglunni kemur fram að allir brotaþolar séu yfir sextán ára aldur.

Mendy byrjaði fyrsta leik Manchester City á tímabilinu gegn Tottenham og var á varamannabekknum gegn Norwich um síðustu helgi.

Enska félagið greiddi Monaco metfé fyrir Mendy á sínum tíma en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og hefur hann aldrei náð að festa sig í sessi.

Hann var hluti af landsliðshóp Frakka sem vann HM 2018 og á að baki tíu leiki fyrir franska landsliðið.