Táningurinn Neco Williams henti í tímabundinn almyrkva (e. blackout) samskiptamiðlum sínum eftir að hafa orðið fyrir netníði eftir leik Liverpool og Lincoln í gær.

Bakvörðurinn Neco lék allan leikinn í 7-2 sigri Liverpool en varð sekur um mistök í öðru marki Lincoln í gær. Þetta var þrettándi leikur hans fyrir uppeldisfélagið.

Netverjar voru fljótir að herja á Neco sem brást við með því að setja almyrkva á samfélagsmiðla sína.

Aðrir stuðningsmenn voru fljótir að koma honum til varnar og sýna stuðning sinn við Neco sem er búinn að virkja samfélagsmiðla sína á ný.