Leikmaður þýska handboltaliðsins Lemgo, sem keppti við Val á þriðjudag, hefur verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot. Þetta herma heimildir Vísis. Hinn grunaði leikmaður var handtekinn í morgun.

Lemgo mætti Val í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópudeildar EHF í vikunni þar sem Lemgo vann nauman 27-26 sigur í Valsheimilinu.

Leikmenn liðsins gerðu sér ferð að eldgosinu í gær en liðið fór af landi brott í dag og komu aftur til Þýskalands í morgun, þar á meðal Bjarki Már Elísson.

Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, staðfesti við Vísi að kynferðisbrotamál hefði borist lögreglu í nótt. Hann vildi ekki tjá sig um einstök mál umfram það að umrætt mál væri til rannsóknar. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort óskað verði gæsluvarðhalds eða farbanns yfir manninum.

Lemgo birti á Twitter mynd af leikmönnum liðsins þegar þeir komu aftur til Þýskalands.