Sex árum eftir að Greg Robinson var tekinn með öðrum valrétt í nýliðavalinu var hann handtekinn með 71 kíló af maríjúana.

Robinson er samningslaus þessa dagana eftir að hafa leikið með Cleveland Browns undanfarin tvö ár.

Honum hefur aldrei tekist að standa undir væntingum eftir að St. Louis Rams valdi Robinson með öðrum valrétt í sterku nýliðavali árið 2014.

Bíll Robinson var stöðvaður í Texas á leiðinni til Louisiana og kom þá í ljós að Robinson væri með 71 kíló af maríjúana sem hann ætlaði að fara að selja.

Hann gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm.