Knatt­spyrnu­maður í ensku úr­vals­deildinni sem grunaður er um nauðgun var í dag hand­tekinn í norður Lundúnum.

Ekki er vitað hver hinn grunaði leik­maður er, en sam­kvæmt breska miðlinum The Sun er hann á þrí­tugs­aldri og er lands­liðs­maður sem átti að taka þátt í heims­meistara­mótinu í Katar seinna á árinu.

Nauðgunin á að hafa átt sér stað í síðasta mánuði.. Lög­reglan yfir­heyrir nú manninn vegna málsins.