Sheriff frá Moldavíu er að leika í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í dag. Þrjú ár eru liðin síðan Valur var hársbreidd frá því að slá Sheriff úr leik í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Sheriff mætir Shakhtar Donetsk frá Úkraínu en það bíða viðureignir gegn Real Madrid og Inter í næstu leikjum.

Stutt er síðan Sheriff var hársbreidd frá því að detta úr leik í Evrópudeildinni gegn íslensku liði.

Árið 2018 komst Sheriff áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli gegn Val eftir að hafa tapað 1-2 á Valsvellinum.

Sá leikur átti sér stað um miðjan ágúst árið 2018 og eru því aðeins 37 mánuðir liðnir frá tapinu gegn Val að frumraun liðsins í Meistaradeild Evrópu.