Handbolti

Leik ÍBV og Vals frestað til morgundagsins

Handknattleikssamband Íslands staðfesti í dag að tekin hefði verið ákvörðun um að fresta leik ÍBV og Vals í 4. umferð Olís-deildar kvenna vegna samgönguörðugleika.

Valskonur eyða nóttinni í Vestmannaeyjum og ættu því ekki að finna fyrir neinni ferðaþreytu þegar þær mæta ÍBV á morgun. Fréttablaðið/Eyþór

Handknattleikssamband Íslands staðfesti í dag að tekin hefði verið ákvörðun um að fresta leik ÍBV og Vals í 4. umferð Olís-deildar kvenna vegna samgönguörðugleika.

Fara því tveir leikir fram annað kvöld þegar fjórðu umferð lýkur, á sama tíma fer fram leikur Selfoss og KA/Þór á Selfossi.

Samgönguörðugleikar ullu því að Valsliðið kemst ekki til Vestmannaeyja fyrr en í kvöld þegar þær sigla yfir með Herjólfi og eyða þær því nóttinni í Vestmannaeyjum.

Fer leikurinn fram klukkan 18:00 annað kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Mæta Spáni í HM-umspili

Handbolti

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Handbolti

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Auglýsing

Nýjast

Fjórði sigur Hamranna í röð

Fékk nýjan samning í jólagjöf

Rodriguez með þrefalda tvennu

Eriksen kom Spurs til bjargar

City á toppinn eftir sigur á Gylfa og félögum

Anton sló fjórða Íslandsmetið

Auglýsing