Búið er að fresta leik Arsenal og PSV í Evrópudeildinni sem átti að fara fram í Lundúnum á fimmtudag þar sem ekki var hægt að tryggja viðunandi löggæslu á leikdegi.

Arsenal, evrópska knattspyrnusamandið (UEFA) og breska lögreglan komust að samkomulagi um þessa niðurstöðu.

Vegna jarðarfarar Elísabetar annarar, fyrrum drottningar Bretlands, um helgina var ekki hægt að tryggja viðunandi löggæslu á fimmtudaginn.

Áður var búið að fresta leikjum í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og er óvíst hvort að umferð fari fram um næstu helgi á sama tíma og jarðarförin.