Fréttablaðið vill hér með leiðrétta fyrri frétt af fyrirliðamálum kvennalandsliðsins.

Þjálfari landsliðsins valdi varafyrirliða liðsins en ekki leikmenn.

Í frétt á vef Fréttablaðsins í gær var ranglega haft eftir Söru Björk að það hefðu verið leikmenn sem kusu hana.

Undirritaður biðst velvirðingar á þessum mistökum og axlar fulla ábyrgð á röngum fréttaflutningi.