Valsmenn sendu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem fram kom að félagið hefði komist að samkomulagi við Gary Martin um starfslok.

Enski framherjinn lék því aðeins fjóra leiki fyrir Val, þrjá í deild og einn í bikar og skoraði í þeim tvö mörk.

Gary sem hefur áður leikið fyrir ÍA, KR og Víking R. á Íslandi skrifaði undir þriggja ára samning við Val í vetur.

Samband Gary og Ólafs Jóhannessonar virtist stirt eins og fram kom í tilkynningunni frá félaginu.

„Við erum ólíkir karakterar og með svolítið ólíkar áherslur og því varð að samkomulagi að slíta samningi aðila með samkomulagi. Gary er góður drengur og ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Ólafur, þjálfari Vals.