Srdjan Tufegdzic, Túfa og Grindavík komust í dag að samkomulagi um starfslok stuttu eftir að Grindavík féll úr efstu deild.

Túfa entist því aðeins eitt ár í Grindavík eftir að hafa samið við félagið síðasta haust.

Undir stjórn Túfa var Grindavík með eina bestu vörn deildarinnar en skortur á mörkum varð Grindvíkingum að falli í Pepsi Max-deild karla í sumar.

Yfirlýsingu frá Grindavík má sjá hér fyrir neðan.

Grindavík og Srdjan Tufegdzic (Túfa) þjálfari karlaliðs meistaraflokks Grindavíkur hafa gert með sér samkomulag um að Túfa muni ekki halda áfram þjálfun liðsins á komandi tímabili. Grindavík þakkar Túfa fyrir hans störf og óskar honum og hans fjölskyldu velfarnaðar.

Stjórn Knd Grindavíkur