Leicester skaust upp fyrir Chelsea á ný á markatölu og heldur í við toppliðin eftir 2-0 sigur á Crystal Palace á útivelli í dag.

Leicester er tveimur stigum á eftir Manchester City og átta stigum á eftir Liverpool eftir ellefu umferðir.

Çağlar Söyüncü kom gestunum frá Leicester yfir með skallamarki í upphafi seinni hálfleiks.

Þegar Crystal Palace færðist framar á völlinn undir lok leiksins tókst Jamie Vardy að bæta við marki og innsigla sigur Leicester.