Írska stórstjarnan Conor McGregor tilkynnti á Twitter í morgun að hann væri hættur í MMA og ætli að leggja hanskana á hilluna.

Hann birti mynd af sér og móður sinni og þakkar fyrir allar minningarnar síðastliðin ár.

McGregor sem er 31 árs hefur tvisvar sinnum orðið UFC heimsmeistari og unnið til fjölda annarra titila á ferlinum. Þetta er þó í þriðja sinn á fjórum árum sem kappinn segist vera hættur.