Afkomendur Hallsteins Hinrikssonar, stofnanda FH, lögðu til við menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar fyrir helgi að það yrði reistur minnisvarði um Hallstein Hinriksson og íþróttastarf hans í bænum.

Hallsteinn var einn af forsprökkum þess að stofna Fimleikafélag Hafnarfjarðar árið 1929 og töluðu afkomendur Hallsteins um mikilvægi þess að störf hans í tengslum við íþróttir í bænum sé minnst.

Því óskuðu þau eftir því að það yrði reistur minnisvarði honum og íþróttastarfi hans í bænum til heiðurs sem nefndin tók vel og óskaði eftir umsögn frá bæjarminjaverði.

Í bréfinu kemur fram að Hallsteinn sé faðir nútímahandboltans og því sé viðeigandi að minnisvarðinn yrði nálægt íþróttahúsinu við gamla Lækjaskóla, sem þau titla vöggu handboltans hér á landi.

Sonur Hallsteins, Geir Hallsteinsson var tekinn inn í frægðarhöll ÍSÍ árið 2016 fyrir afrek sín inn á handboltavellinum og sonur Geirs, Logi, var hluti af gullaldarliði Íslands í handbolta sem vann meðal annars til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 2008.

Hallsteinn var sjálfur landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands á fjögurra ára tímabili frá 1958 til 1962 þar sem hápunkturinn var sjötta sæti á HM í Vestur-Þýskalandi 1961.

Ári síðar var Hallsteinn sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu félags- og íþróttamála.

Þá fékk Hallsteinn gullmerki Frjálsíþróttasambands Íslands árið 1964 fyrir ströf sín í þágu sambandsins.

Hallsteinn lést árið 1974.

Tveir afkomendur Hallsteins, Geir og Logi sem voru báðir lykilleikmenn hjá handboltalandsliðinu um tíma.
fréttablaðið/daníel