Leeds og Burnley hafa óskað eftir því að fjármál Everton verði tekin til nánari skoðunar með tilliti til þess hvort að Everton hafi brotið reglur ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að rekstri félaganna.

Everton hefur verið rekið með 372 milljón punda tapi síðustu þrjú ár sem er 270 milljónum yfir þröskuld ensku úrvalsdeildarinnar á sama tímabili.

Af því fullyrðir Everton að það megi rekja 170 milljónir til áhrifa kórónaveirufaraldursins á rekstur félagsins.

Leeds og Burnley sendu inn kvörtun í vor þegar félögin voru í fallbaráttu um að forráðamenn Everton væru að hagræða bókhaldið til að rétta efnahaginn af.

Að sama skapi hafa forráðamenn Everton fullyrt að félagið hafi ekki brotið neinar reglur.