LeBron James, körfuboltagoðsögnin sem leikur með Los Angeles Lakers, er tilnefndur til tveggja Razzie-verðlaunanna, meðal annars sem versti leikari ársins.

Razzie verðlaunahátíðin er haldin degi á undan Óskarsverðlaununum þar sem verstu kvikmyndir og leikarar hvers árs eru útnefndir.

LeBron lék í endurgerð af Space Jam, myndinni Space Jam: A New Legacy sem kom út á síðasta ári og er tilnefndur sem versti leikari ársins.

Þá er hann tilnefndur í flokkinum versta tvíeykið (e. worst screen couple) en um leið er myndin tilnefnd sem versta myndin og versta endurgerð af annarri mynd.