Stórstjarnan LeBron James sem leikur með Los Angeles Lakers þurfti að flýtja heimili sitt í Los Angeles vegna skógarelda þar í borginni.

Eldurinn tók sig upp í Sherman Oaks hverfinu fyrir norðan Los Angeles þar sem fjölmargar stjörnur eru með heimili.

LeBron býr í Sherman Oaks ásamt fjölskyldu sinni og greindi hann frá því á Twitter að hann hefði þurft að yfirgefa heimili sitt með fjölskyldunni og að þau væru í leit að hótelgistingu.

Tíst LeBron má sjá hér fyrir neðan.