NBA

LeBron sló met Bryants og Malones

LeBron James var valinn í lið ársins í NBA-deildinni í tólfta sinn sem er met. Hann fékk fullt hús atkvæða, líkt og James Harden.

James hefur verið valinn 12 sinnum í lið ársins í NBA sem er met. Fréttablaðið/Getty

LeBron James fékk fullt hús atkvæða í kjöri á liði ársins í NBA-deildinni. James Harden fékk sömuleiðis fullt hús atkvæða.

Þetta er í tólfta sinn á 15 ára ferli í NBA sem James er í liði ársins. Enginn leikmaður í sögu deildarinnar hefur verið valinn jafn oft í lið ársins. Kobe Bryant og Karl Malone voru valdir 11 sinnum í lið ársins á sínum tíma.

James og Harden koma til greina sem verðmætasti leikmaður tímabilsins (MVP) ásamt Anthony Davis er að sjálfsögðu í liði ársins.

Kevin Durant er einnig í úrvalsliðinu sem og Damian Lillard. Sá síðarnefndi er fyrsti leikmaður Portland Trail Blazers sem er valinn í lið ársins síðan Clyde Drexler 1992.

Harden er í fjórða sinn í liði ársins, Davis í þriðja sinn og Durant í sjötta sinn.

Með því að vera valinn í lið ársins á Davis möguleika að fá sannkallaðan risasamning, þann stærsta í sögu NBA samkvæmt ESPN.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Leikmaður Celtics kærður fyrir gróft heimilisofbeldi

NBA

Ginobili leggur skóna á hilluna

NBA

Melo búinn að skrifa undir hjá Houston Rockets

Auglýsing

Nýjast

Auka fjárframlög til kvennaboltans um helming

Segja að Raiola sé búinn að semja við Barcelona

Axel velur æfingahóp

Bolt er með tilboð frá liði í Evrópu

Guardiola opinn fyrir því að þjálfa á Ítalíu

Ríkjandi meistarar fara í Sandgerði

Auglýsing