NBA

LeBron sló met Bryants og Malones

LeBron James var valinn í lið ársins í NBA-deildinni í tólfta sinn sem er met. Hann fékk fullt hús atkvæða, líkt og James Harden.

James hefur verið valinn 12 sinnum í lið ársins í NBA sem er met. Fréttablaðið/Getty

LeBron James fékk fullt hús atkvæða í kjöri á liði ársins í NBA-deildinni. James Harden fékk sömuleiðis fullt hús atkvæða.

Þetta er í tólfta sinn á 15 ára ferli í NBA sem James er í liði ársins. Enginn leikmaður í sögu deildarinnar hefur verið valinn jafn oft í lið ársins. Kobe Bryant og Karl Malone voru valdir 11 sinnum í lið ársins á sínum tíma.

James og Harden koma til greina sem verðmætasti leikmaður tímabilsins (MVP) ásamt Anthony Davis er að sjálfsögðu í liði ársins.

Kevin Durant er einnig í úrvalsliðinu sem og Damian Lillard. Sá síðarnefndi er fyrsti leikmaður Portland Trail Blazers sem er valinn í lið ársins síðan Clyde Drexler 1992.

Harden er í fjórða sinn í liði ársins, Davis í þriðja sinn og Durant í sjötta sinn.

Með því að vera valinn í lið ársins á Davis möguleika að fá sannkallaðan risasamning, þann stærsta í sögu NBA samkvæmt ESPN.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Harden með 57 stig í sigri Houston

NBA

Óstöðvandi í jólamánuðinum

NBA

Durant sagði áhorfanda í Dallas að halda kjafti

Auglýsing

Nýjast

Í beinni: Ísland - Japan, 12-12

Karabatic kallaður inn í franska hópinn

Leikmaður Man. Utd. gerðist vegan

Sonur Schumacher í akademíu Ferrari

Ísland unnið tvisvar og Japan einu sinni

Austin eignast atvinnumannalið

Auglýsing