Banda­ríski körfu­bolta­kappinn Lebron James hefur fram­lengt veru sína hjá NBA-liði Los Angeles Lakers um tvö ár með tíma­móta­samningi sem gerir hann að launa­hæsta leik­manni sögunnar í NBA-deildinni.

Tryggðar tekjur James fyrir að spila í NBA deildinni eru orðnar 532 milljónir banda­ríkja­dala, það jafn­gildir rúmum 73 milljörðum ís­lenskra króna og þar með tekur James fram úr Kevin Durant, leik­manni Brook­lyn Nets sem var fyrir launa­hæsti leik­maðurinn í sögu deildarinnar.

Fram­lengingin sjálf sem hann skrifar nú undir færir honum einum og sér rúmar 97 milljónir banda­ríkja­dala beint í vasann og þá inni­heldur samningurinn svo­kallað leik­manna­val fyrir tíma­bilið 2024-25 þar sem James getur þá valið hvort hann verði á­fram hjá Lakers eða haldi á önnur mið.

Þessi 37 ára gamli leik­maðurinn er meðal bestu körfu­bolta­manna sögunnar. Lebron James hefur fjórum sinnum orðið NBA meistari og verið valinn verð­mætasti leik­maður deildarinnar. Þá hefur hann verið í stjörnu­liði deildarinnar 18 sinnum.

Með fram­lengingunni bindur hann enda á sögu­sagnir að hann gæti orðið samnings­laus á næsta ári og þá farið frá Los Angeles Lakers.