Heims­frægi körfu­bolta­kappinn LeBron James var staddur á Ís­landi á dögunum. Hér á landi heim­sótti hann til að mynda Drang­ey í Skaga­firði á­samt fríðu föru­neyti.

Viggó Jóns­son hjá Drang­eyjar­ferðum ræddi við Frétta­blaðið um upp­lifun sína af kappanum.

LeBron var hluti af hópi sem naut alls þess sem Drang­ey hefur upp á að bjóða. Hann var ekki sá eini heims­frægi í hópnum. Skíða­drottningin Linds­ey Vonn og leik­konan Rebel Wil­son voru einnig með í för.

„Þetta var svona há­karla­ferð,“ segir Viggó léttur. Hópurinn hafi til að mynda farið á kajak og svo í jóga í fjörunni. „Þau skoðuðu eyna og svo var blásið til veislu. Þetta var mjög góður túr.“

Viggó ber Lebron vel söguna og segir hann bæði skemmtilegan og vinalegan náunga.
Mynd/Drangeyjartours

Viggó hefur ekkert nema gott eitt að segja um upp­lifun sína af LeBron.

„Hann var mjög skemmti­legur, mjög vina­legur ná­ungi. Það var rosa­lega skemmti­leg upp­lifun að hitta þennan mann. Líka hvað hann er hægur, prúður og skemmti­legur, þetta er bara indæll gæi. Það voru engir stjörnu­stælar eða neitt í þessu fólki, engu þeirra. Þetta er virki­lega skemmti­legt fólk, þau gáfu sig alveg að öllu og höfðu á­huga á því sem við vorum að gera, það var gaman líka,“ segir Viggó sem kippti sér ekki mikið upp við að vera í kringum allt þetta fræga fólk. „Þetta er bara fólk sem er í fríi. Maður er ekkert að spá í hverjir eru frægir og ekki sem koma til Drang­eyjar, þetta er allt sama fólkið sem kemur hingað.“

LeBron, Vonn og Wil­son þótti mikið til Drang­eyjar koma, enda magnaður staður. „Þau áttu ekki til orð yfir hvað þetta er fal­legt,“ segir Viggó. „Að keyra undir bjargið með þennan mikla fuglanið, þetta er náttúru­lega eins og að keyra inn í sin­fóníu­tón­leika.“

Það fór vel á með körfuboltaköppunum í Drangey.
Mynd/Drangeyjartours

Helgi Rafn Viggós­son, sonur ­Viggós, rekur Drang­eyjar­ferðir á­samt föður sínum. Auk þess er hann fyrir­liði Tinda­stóls í körfu­bolta. Það var því eðli­lega stór stund þegar hann hitti LeBron. „Það var gaman fyrir hann að hitta kónginn,“ segir Viggó.

Það er ó­hætt að segja að Viggó horfi sáttur til baka á kynni sín af LeBron og hinum stjörnunum. „Þetta var há­punktur sumarsins enn þá,“ segir Viggó hjá Drang­eyjar­ferðum.

Hópurinn á Flotbryggju í Drangey á leið í bátsferð
Mynd/Drangey Tours