LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru á leiðinni í snemmbúið sumarfrí eftir að það varð ljóst í nótt að Lakers kemst ekki í úrslitakeppnina.

Tap gegn Phoenix Suns á sama tíma og San Antonio Spurs vann Denver Nuggets gerði endanlega út um vonir Lakers á sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina.

LeBron hefur verið andlit deildarinnar undanfarna tvo áratugi og er þetta aðeins í fjórða skiptið á síðustu nítján árum sem LeBron missir af úrslitakeppninni.

LeBron missti af úrslitakeppninni fyrstu tvö ár sín í deildinni með Cleveland Cavaliers og á fyrsta ári sínu með Los Angeles Lakers þegar LeBron glímdi við mikið af meiðslum.

Spilamennska Lakers hefur ollið vonbrigðum það sem af er tímabils enda var markmiðið að vinna nítjánda meistaratitil félagsins með djörfum ákvörðunum síðasta sumar sem skiluðu sér engan vegin inn á völlinn.