LeBron James, leikmaður ríkjandi meistara í NBA-deildinni í körfubolta karla, Los Angeles Lakers, er á lokastigum í viðræðum við félagið um nýjan samning.

Um er að ræða tveggja ára samning sem veitir James um það bil 85 milljónir dollara í aðra hönd.

Þessi 35 ára gamli leikmaður mun ljúka sínu 20. keppnistímabili þegar samningurinn rennur út en á þeim tíma útskrifast sonur hans úr gagnfræðiskóla.

Þeir feðgar gætu þar af leiðandi leikið saman í NBA áður en ferlinum lýkur hjá LeBron James.

James varð í haust fyrsti leikmaðurinn til þess að vinna NBA-titilinn með þremur mismunandi liðum þegar hann leiddi Los Angeles Lakers til sigurs. Áður hafði James unnið titilinn með tvisvar sinnum með Miami Heat og einu sinni sem leikmaður Cleveland Cavaliers.

Los Angeles Lakers mun hefja titilvörn sína með því að mæta Los Angeles Clippers 22. desember næstkomandi.