Lebron James, leikmaður Los Angeles Lakers, tjáði sig í gær um ákæru yfirvalda í Bandaríkjunum um dauða Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana þegar þrír lögreglumenn brutu sér leið inn í íbúð hennar vegna gruns um fíkniefnasölu og skutu tíu skotum, hið minnsta. Engin fíkniefni fundust enda ruglaðist lögreglan á íbúðum. Einn þeirra var ákærður fyrir að skapa hættu þetta kvöld en hinir sluppu. Mótmæli fóru fram í fyrrinótt víða um Bandaríkin eftir að ákæran var gefin út enda vildi fólk að lögreglumenn sættu ábyrgð.

„Ég er orðlaus, særður og reiður. Við viljum réttlæti fyrir Breonna en þeir einu sem njóta réttlætis eru nágrannar hennar fyrir sundurskotna veggi,“ sagði Lebron á Twitter. Colin Kaepernick, fyrrverandi leikstjórnandi í NFL og einn af upphafsmönnum byltingarinnar sem nú á sér stað í íþróttaheiminum vestan hafs, tók í svipaðan streng.