Það að staða Lebron James sé þessi getur þýtt ýmislegt; annað hvort hefur hann smitast af Covid-19 veirunni eða að PCR-próf hans hafi gefið ófullnægjandi eða misvísandi niðurstöður. Eða þá að hann hafi verið í nánum samskiptum við smitaðan einstakling. Þetta kemur fram á heimasíðu NBA deildarinnar.

Hafi James smitast af Covid-19 má reikna með því að hann verði frá í að minnsta kosti tíu daga nema að hann skili inn tveimur neikvæðum niðurstöðum úr PCR-prófi með 24 klukkustunda millibili.

Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers, vildi ekki tjá sig í smáatriðum um málið er hann var spurður út í líðan James á blaðamannafundi. ,,Þetta er að sjálfsögðu mikill missir fyrir okkur og vonbrigði. Nú óskum við honum bara alls hins besta, okkar hugsun er sú á þessari stundu."

Lebron James spilaði ekki með Lakers í nótt er liðið atti kappi við Sacramento Kings í leik sem Lakers vann 117-92.

Samkvæmt heimildum ESPN mun James missa af nokkrum leikjum með Lakers á næstunni.