NBA hefur sent minnisblað til liðanna í deildinni um að hugsanlega verði leikið í tómum höllum til að halda Kórónaveirunni í skefjum. Bandaríkjamenn, líkt og aðrir, berjast nú við veiruna og er þetta einn hluti af þeirri vegferð. Alls eru 17 látnir í Bandaríkjunum vegna veirunnar.
Lebron James var spurður út í þessa aðgerð og var hann hreinskilinn í svörum. Sagði einfaldlega; Þá spila ég ekki. Ef ég hef ekki aðdáendur í húsinu spila ég ekki. Ég spila fyrir þá, fyrir liðsfélaga mína og aðdáendur. Ef ég mæti í íþróttahöll og það eru engir aðdéndur þá spila ég ekki.
LeBron James addresses the #NBA issuing a memo on the possibility of playing games without fans in the arena.
— Lauren A. Jones (@LoJoMedia) March 7, 2020
“Play games without the fans? No, that’s impossible...I ain’t playing.” pic.twitter.com/CRVl9XVbMl
Stóru deildirnar í Bandaríkjunum, NBA, NHL, MLB og MLS eru öll að skoða möguleikana hvernig er hægt að koma í veg fyrir fleiri smit og er búist við að deildirnar verði spilaðar bakvið luktar dyr.