Mersedes tilkynnti um að fyrirtækið Ineos sé orðinn stærsti styrktaraðili liðsins í Formúlu 1frá og með deginum í dag. Samningurinn er metinn á um 100 milljónir punda. Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe á Ineos fyrirtækið.

Ineos hefur verið duglegt að styrkja íþróttir en þeir eiga langbesta hjólreiðalið heims, sem þeir kalla einfaldlega Team Ineos, svissneska fótboltaliðið Lausanne og siglingarlið og trúlega eitthvað fleira.

„Við höfum áhuga á íþróttum og Formúlan er ein mest spennandi keppni sem til er. Þetta er forvitnileg blanda af íþrótt og tækni, svipuð siglingum þar sem tíu hæða blokk stendur ofan á kaffibolla.

Hvers vegna förum við til Mercedes. Jú við berum virðingu fyrir frábærlega hönnuðum hlutum sem eru í fararbroddi,“ sagði Ratcliffe á blaðamannafundi fyrr í dag.

Nýi bíll Mercedes var einnig kynntur til sögunnar þar sem lógó Ineos verður áberandi á afturvængnum.