Bandaríska knattspyrnusambandið virðist loksins vera tilbúið að bjóða kvennalandsliðinu sömu samninga og karlaliðið fær.

Undanfarin ár hafa leikmenn kvennalandsliðsins barist fyrir því að eiga rétt á sömu bónusgreiðslum og karlalandsliðið þegar kemur að árangri kvennalandsliðsins sem er það besta í heiminum.

Máli sínu til varnar hefur bandaríska knatt­spyrnu­sam­bandið haldið því fram að þetta sam­komu­lag hefði verið gert að beiðni leik­manna kvenna­lands­liðsins. Er þeim meðal annars tryggð árleg greiðsla.

Fyrir vikið stefndi kvenna­lands­liðið banda­ríska knatt­spyrnu­sam­bandinu á grund­velli þess að þær töldu sig eiga inni 66 milljónir dala hjá knatt­spyrnu­sam­bandinu.

Kjara­samningur kvenna­lands­liðsins rennur út um ára­mótin en með þessu telur knatt­spyrnu­sam­bandið að báðum aðilum sé tryggð sann­gjörn launa­kjör.