Fótboltakappinn Gylfi Þór Sigurðsson verður áfram laus gegn tryggingu þar til í júlí. Frá þessu var greint í frétt Liverpool Echo í dag. Gylfi er ekki nafngreindur í umfjöllun breskra fjölmiðla af lagalegum ástæðum.

Þetta er í þriðja sinn sem lausn Gylfa gegn tryggingu er framlengd. Hann var handtekinn í júlí í fyrra og settur í leyfi frá knattspyrnuliðinu Everton eftir að lögreglan í Manchester tilkynnti að hún hefði hafið rannsókn á hendur honum vegna meints kynferðisbrots hans gegn barni. Hann var látinn laus gegn tryggingu þann 16. október og lausn hans gegn tryggingu var síðan framlengd tvisvar í janúar.

Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins hefur farbann gegn Gylfa jafnframt verið framlengt til 16. júlí.