Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að leikmenn þýsku knattspyrnufélaganna Bayern München og Borussia Dort­mund hafi samþykkt að lækka laun sín vegna kór­ónu­veirufar­ald­ur­sins sem geng­ur yfir heiminn þessa stundina.

Launalækkun leikmanna Bayern München verður um 20%. Hans-Joachim Watzke, formaður stjórnar Borussia Dort­mund, tilkynnti svo að laun leikmanna liðsins muni lækka um helming.

Áður höfðu forráðamenn Borussia Mönchengla­dbach, Schal­ke og Wer­der Bremen farið sömu og lækkað laun leikmanna sinna.

Þetta gera leikmenn til þess að freista þess að bjarga störfum annarra starfsmanna innan þýsku knattspyrnunnar en um það bil 56 þúsund manns starfa á einhvern hátt við knattspyrnuna þar í landi. Þýsku deildarkeppninni var frestað til 2. apríl hið minnsta vegna faraldursins.