Samkvæmt skýrslunni nema launagreiðslur til leikmanna félagsins rúmum 354 milljónum punda eða því sem jafngildir rúmum 63,4 milljörðum íslenskra króna.

Tilkoma nýrra leikmanna á borð við Cristiano Ronaldo, Jadon Sancho og Raphael Varane til félagsins í sumar munar þar mestu um.

Á móti kemur að tekjur félagsins hafa jukist frá rúmum 109 milljónum punda árið 2020 upp í 126,5 milljónir punda á þessu ári. Stærsta breytan í þeirri aukningu felst í þeirri staðreynd að stuðningsmenn liðsins hafa nú frá upphafi tímabils geta mætt á heimaleiki liðsins ólíkt aðstæðum síðasta tímabils þar sem áhorfendur var meinað að mæta á leiki sökum kórónuveirufaraldursins.

Þá hafa auglýsingatekjur félagsins einnig aukist um rúm átta prósent milli ára.

Skuldir félagsins standa í rúmum 439 milljónum punda eða því sem jafngildir rúmum 78,7 milljörðum íslenskra króna.

,,Þessi fjárhagsskýrsla sýnir þrautseigju okkar í gegnum heimsfaraldur, nú er okkar helsta markmið að ná árangri innan vallar. Knattspyrnustjórinn, leikmenn og öll þau sem starfa hjá félaginu eru staðráðin í að ná því markmiði," segir Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United um fjárhagsskýrsluna.

Woodward lætur af störfum hjá Manchester United um áramótin og þá mun Richard Arnold taka við stöðu hans hjá félaginu.