Knatt­spyrnu­deild KA hefur skilað inn árs­reikningi sínum en þar kemur í ljós að deildin var rekin með tæp­lega 10 milljóna króna tapi á síðasta ári. Tekjur deildarinnar lækka á milli ári en hagnaður upp á tæpar 50 milljónir króna var á rekstri KA árið 2021.

Launa­kostnaður hjá knatt­spyrnu­deild KA hækkar mikið á milli ára og var 155 milljónir króna á síðasta ári, hækkar sá kostnaðar­liður um 41 milljón á milli ára en liðið náði Evrópu­sæti í Bestu deild karla á síðasta ári.

Tekjur KA voru 292 milljónir í fyrra en voru rúmar 300 milljónir króna árið á undan, kostnaðurinn við reksturinn fór úr því að vera 265 milljónir og var 296 milljónir á síðasta ári. Tekjur vegna fé­laga­skipta leik­manna voru 37 milljónir króna á síðasta ári en Nökkvi Þeyr Þóris­son var seldur til Belgíu á miðju síðasta ári.

Reiknað er með að tekjur KA aukist mikið á milli ára með til­komu peninga vegna þátt­töku í Evrópu­keppni karla, en fé­lagið hefur nú þegar greitt leik­mönnum út bónusa fyrir að vinna sér inn sæti í keppninni í sumar.