Eiður Smári Guðjohnsen var launahæsti knattspyrnuþjálfari á Íslandi á síðasta ári. Var hann það með nokkrum mun.

Eins og fram kom í morgun þénaði Eiður 1.871.798 krónur á mánuði á síðasta ári. Þá var hann aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla.

Heimir Guðjónsson, sem var launahæstur árið 2020, var næstlaunahæstur á síðasta ári. Hann var þjálfari karlaliðs Vals en var látinn fara á dögunum. Hann þénaði um hálfri milljón minna en Eiður.

Þar á eftir kemur Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, með aðeins lægri laun en Heimir.

Listann yfir launahæstu knattspyrnuþjálfara síðasta árs í heild sinni má sjá hér að neðan. Aðeins þjálfarar sem þjálfuðu lið í meistaraflokki á síðasta ári má finna á honum. Einhverjir eru komnir í ný störf frá því í fyrra eða ekki að þjálfa sem stendur.

Eiður Smári Guðjohnsen – Þjálfari FH – 1.871.798

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Heimir Guðjónsson – Fyrrum þjálfari Vals – 1.321.077
Óskar Hrafn Þorvaldsson – Þjálfari Breiðabliks – 1.247.608

Óskar Hrafn Þorvaldsson.
GettyImages

Logi Ólafsson – Fyrrum þjálfari FH – 1.105.747
Bjarni Jóhannsson – Þjálfari Njarðvíkur – 1.017.242
Ágúst Þór Gylfason – Þjálfari Stjörnunnar – 1.015.093

Ágúst Þór Gylfason.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson – Þjálfari Keflavíkur – 987.439
Sigurbjörn Hreiðarsson – Fyrrum þjálfari Grindavíkur – 980.895
Rúnar Kristinsson – Þjálfari KR – 918.747

Rúnar Kristinsson.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Gunnar Heiðar Þorvaldsson – Þjálfari Vestra – 763.915
Jóhannes Karl Guðjónsson – Aðstoðarþjálfari kk. landsliðs – 751.334
Atli Sveinn Þórarinsson – Þjálfari Hauka – 722.375
Ólafur Ingi Stígsson – Fyrrum þjálfari Fylkis – 795.774
Arnar Gunnlaugsson – Þjálfari Víkings – 576.065

Arnar Gunnlaugsson.
Eythor Arnason

Davíð Þór Viðarsson – Fyrrum aðstoðarþjálfari FH – 740.466
Þorvaldur Örlygsson – Fyrrum þjálfari Stjörnunnar – 666.158
Arnar Grétarsson – Þjálfari KA – 563.408
Brynjar Björn Gunnarsson – Fyrrum þjálfari HK – 505.585

Brynjar Björn Gunnarsson.

Pétur Pétursson – Þjálfari Vals – 494.365
Óli Stefán Flóventsson – Þjálfari Sindra – 467.813
Sigurður Heiðar Höskuldsson – Þjálfari Leiknis R. – 429.758
Eysteinn Húni Hauksson – Fyrrum þjálfari Keflavíkur – 345.116
Ólafur Jóhannesson – Þjálfari Vals – 342.549

Ólafur Jóhannesson.
©AntonBrink © Torg ehf / Anton Brink

Frétta­blaðið mun í sam­­starfi við DV birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­­stjóra sem munu birtast í dag og næstu daga.