Mánaðartekjur Eiðs Smára Guðjohnsen voru að meðaltali 1.871.987 krónur á mánuði á síðasta ári.

Eiður Smári er í dag aðalþjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu auk þess sem hann starfar sem sérfræðingur um ensku úrvalsdeildina á síðasta ári.. Á síðasta ári starfaði hann þó sem aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands þar til í desember þegar tilkynnt var um starfslok hans.

Laun Eiðs hækka mikið milli ára en á þarsíðasta ári voru laun hans 319.475 krónur. Hann var aðeins aðstoðarlandsliðsþjálfari hluta þess árs, auk þess að hann var þjálfari karlaliðs FH, ásamt Loga Ólafssyni.

Frétta­blaðið mun í sam­­starfi við DV birta fréttir úr á­lagningar­skrá Ríkis­skatt­­stjóra sem munu birtast í dag og næstu daga.