Stuðninsgmaður Hertha Berlin í Þýskalandi er látinn af áverkum sínum eftir átök eftir leik sinna manna gegn Hamburg í lok síðasta mánaðar. Hertha staðfestir þetta á heimasíðu sinni.

Maðurinn átti í útistöðum við annan mann eftir leik sem lauk með því að honum var skellt í jörðina og hlaut af því höfuðáverka.

Stuðningsmaðurinn er nú látinn af sárum sínum, um mánuði eftir að atvikið átti sér stað.

Um er að ræða 55 ára gamlan mann.

„Okkar dýpstu samúðaróskir fara til fjölskyldumeðlima. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða við rannsókn á þessum hræðilega glæp,“ segir í yfirlýsingu félagsins.