Anton Walkes, fyrrum knattspyrnumaður liða á borð við Tottenham og Portsmouth á Englandi, er látinn 25 ára að aldri. Frá þessu staðfestir núverandi félagslið Walkes, Charlotte FC í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.
Walkes lést af slysförum en hann var í bát sem skall saman við annan bát í nágrenni við Miami Marine leikvanginn í Flórída í Bandaríkjunum. Hann skilur eftir sig unga dóttur, Aylo og unnustu sína Alexis.
„Við erum í mikilli sorg í kjölfar fráfalls Anton Walkes. Hann var ótrúlega góður faðir, kærleiksríkur einstaklingur og framúrskarandi manneskja," segir Zoran Krneta, yfirmaður íþróttamála hjá Charlotte FC í yfirlýsingu félagsins.
Walkes ólst upp í akademíu enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham og fór á láni frá félaginu í tvígang, til Atlanta í Bandaríkjunum og Portsmouth á Englandi.
Hann gekk endanlega til liðs við Portsmouth í júlí árið 2018, tveimur árum síðan gekk hann að fullu til liðs við Atlanta í MLS deildinni í Bandaríkjunum áður en að leið hans lá til Charlotte.
We are deeply saddened to share that Anton Walkes has tragically passed away this morning.
— Charlotte FC (@CharlotteFC) January 19, 2023
May he rest in peace. pic.twitter.com/8oUcHvWW6g