Ítalska skíða­konan Elena Fanchini er látin, 37 ára að aldri, eftir bar­áttu við krabba­mein.

Fanchini andaðist á mið­viku­daginn síðast­liðinn á heimili sínu í Solato, nærri Brescia á Ítalíu. Frá þessu greinir ítalska skíða­sam­bandið í yfir­lýsingu.

Þessi þaul­reynda skíða­kona keppti á sínu síðasta móti í desember árið 2017. Þann 12. janúar árið 2018 sagði hún frá því að hún hefði greinst með krabba­mein og þyrfti að undir­gangast með­ferð við því. Þar af leiðandi myndi hún ekki geta tekið þátt á vetrar­ólympíu­leikunum sem fóru fram í Pyeongchang seinna sama ár.

Helstu af­rek Fanchini á ferlinu verða að teljast silfur­verð­launin sem hún vann á heims­móta­röðinni árið 2005 og tvær greinar sem hún vann á HM en gull­verð­launin komu á tveimur mis­munandi mótum með níu ára milli­bili. Þá endaði hún einnig tvisvar sinnum í þriðja sæti á HM.

Fanchini náði ekki að snúa sér aftur að skíða­ferli sínum eftir að hafa greinst með krabba­mein. Þann 22. apríl greindi hún frá því að ferli sínum væri lokið.