Ítalska skíðakonan Elena Fanchini er látin, 37 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein.
Fanchini andaðist á miðvikudaginn síðastliðinn á heimili sínu í Solato, nærri Brescia á Ítalíu. Frá þessu greinir ítalska skíðasambandið í yfirlýsingu.
Þessi þaulreynda skíðakona keppti á sínu síðasta móti í desember árið 2017. Þann 12. janúar árið 2018 sagði hún frá því að hún hefði greinst með krabbamein og þyrfti að undirgangast meðferð við því. Þar af leiðandi myndi hún ekki geta tekið þátt á vetrarólympíuleikunum sem fóru fram í Pyeongchang seinna sama ár.
Helstu afrek Fanchini á ferlinu verða að teljast silfurverðlaunin sem hún vann á heimsmótaröðinni árið 2005 og tvær greinar sem hún vann á HM en gullverðlaunin komu á tveimur mismunandi mótum með níu ára millibili. Þá endaði hún einnig tvisvar sinnum í þriðja sæti á HM.
Fanchini náði ekki að snúa sér aftur að skíðaferli sínum eftir að hafa greinst með krabbamein. Þann 22. apríl greindi hún frá því að ferli sínum væri lokið.