Danski miðvallarleikmaðurinn Lasse Pe­try mun ekki leika með karlaliði Vals í knattspyrnu á komandi keppnistímabili.

Þessi 28 ára gam­li leikmaður hef­ur leikið með Val und­an­far­in tvö ár en hann lék 17 af 18 leikj­um liðsins í deild­inni í sumar og skoraði tvö mörk.

Petry hefur samið við danska B-deildarliðið HB Köge. Þar verður hann samherji Eddi Gomes sem lék með FH árið 2018.

Daninn er þriðji leikmaðurinn sem Valur missir frá því að liðið varð Íslandsmeistari í haust. Áður höfðu Eiður Aron Sigurbjörnsson farið til ÍBV, Einar Karl Ingvarsson til Stjörnunnar og Valgeir Lunddal Friðriksson til Svíþjóðar.

Aron Bjarnason er svo farinn aftur til Ungverjalands eftir lánsdvöl sína á Hlíðarenda. Valur hefur hins vegar fengið til sín Arnór Smárason, Tryggva Hrafn Haraldsson og Kristófer Jónsson.