Formúla 1 mun setja ný viðmið í tengslum við glamúrinn sem er að finna í kringum keppnishelgar mótaraðarinnar á næsta ári þegar keppt verður í fyrsta skipti í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Eftirvæntingin fyrir þessari keppnishelgi er mikil en langi vel stæðu áhugafólki um mótaröðina að gera afar vel við sig þessa helgi á Formúlu 1 tímabilinu býðst þeim að kaupa LÚXUSpakka á hana.

Greint er frá vendingunum á vefsíðu Mirror en umræddur lúxuspakki kostar um 4 milljónir punda. Það jafngildir rúmum 685 milljónir íslenskra króna.

Pakkinn gildir fyrir 12 einstaklinga og er settur saman af Caesars Entertainment en meðal þess sem er innifalið í honum er aðgengi að einkabílstjóra allan sólarhringinn
, hann ekur fólki um á Rolls Royce bifreið og þá er einnig butler til taks allan sólarhringinn.

Þá eru innifaldir í pakkanum miðar á tónleika með bresku söngkonunni Adele í Las Vegas sem og pláss á besta stað við kappakstursbrautina í Las Vegas á meðan á keppnishelgi Formúlu 1 stendur og nær takmarkalaust aðgengi að því sem þar er að sjá.