Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er á meðal nokkurra þekktra nafna sem eru ætla sér að aðstoða GIF Sundsvall, félag sem er í vanda um þessar mundir.
Greint er frá málavendingum í sænska vefmiðlinum Sundsvalls Tidning þar sem segir að sænska knattspyrnufélagið GIF Sundsvall hafi leitað á náðir nokkurra þekktra einstaklinga í sænska knattspyrnuheiminum og beðið þá um aðstoð en félagið féll úr sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Ásamt Lars Lagerback er í þessum hóp að finna Emil Forsberg, leikmann RB Leipzig og Pelle
Nilsson en þeir mynda stjörnutríóið eins og Sundsvalls Tidning kýs að kalla þá.
,,Þegar hlutirnir fara á verri veg þá leitar maður í kringum sig að stuðningi, maður þarf að vera hugmyndaríkur í slíku ferli og finna lausnir. Svona byrjaði þetta," segir Kalle Stahl í samtali við Sundsvalls Tidning.
Emil Forsberg og Pelle Nilsson eiga báðir fortíð með GIF Sundsvall en Lars Lagerback ekki.