Aymeric Laporte varnamaður enska úrvalsdeildiðsins í knattspyrnu karla, Manchester City, gekkst í morgun undir aðgerð vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Brighton í deildinni um síðustu helgi.

Frakkinn varð fyrir bjóskskemmdum í hnénu auk þess sem liðböndin sködduðust þegar hann lenti í árekisti við leikmann Brighton.

Ljóst er að Laporte sem er lykilleikmaður í vörn Manchester City verður frá næstu mánuðina en ekki liggur fyrir hvenær miðvörðurinn getur snúið aftur inn á völlinn.

Laporte sem hefur ekki enn leikið fyrir A-landslið Frakklands var valinn í leikmannahóp franska liðsins fyrir komandi verkefni í undankeppni EM 2020. Frakkland sem er í riðli með Íslandi mun mæta Albaníu og Andorra í næstu leikjum sínum í undankeppninni.