For­svars­menn Í­þrótta­fé­lagsins Vestra hafa fengið sig full­sadda af að­stöðu- og að­gerðar­leysi Ísa­fjarðar­bæjar í tengslum við knatt­spyrnu á svæðinu og hafa því tekið málin í sínar eigin hendur. Sett hefur verið á lag­girnar söfnun þar sem féð sem safnast rennur til byggingar knatt­spyrnu­húss sem verður stað­sett í sveitar­fé­laginu.

Í­þrótta­fé­lagið Vestri er stærsta í­þrótta­fé­lagið á Vest­fjörðum með mörg hundruð yngri iðk­endur. ,,Auk fjölda sjálf­boða­liða sem leggja á sig mikla vinnu til að halda fé­laginu í fremstu röð á lands­vísu. Að­stæður til í­þrótta­iðkunar á svæðinu eru hins vegar mis­góðar og upp­bygging í­þrótta­mann­virkja hefur lítil sem engin verið undan­farin ár,“ segir á nýrri söfnunar­síðu Vestra.

,,Einna verst er staðan þegar kemur að knatt­spyrnu­iðkun á svæðinu. Á­stand beggja knatt­spyrnu­vallanna á Torf­nesi er bág­borið og standast þeir engan veginn þá kröfur sem gerðar eru slíkra mann­virkja í dag.“

Lítið gerst frá 2003

Eftir því sem fram kemur á heima­síðunni sem Vestri hefur sett upp hefur ekki verð skipt um gervi­gras á nú­verandi gervi­gras­velli fé­lagsins frá því að hann var tekinn í notkun árið 2003 en al­mennt er talið að endingar­tími gervi­grass er al­mennt 5-8 ár.

Þá segir að gras­völlurinn sé nánast ó­not­hæfur þar sem undir­lagið sé ó­nýtt og dren lé­legt. ,,Er hann ein­göngu notaður sem keppnis­völlur meistara­flokka yfir há­sumarið og varla það því heima­lið hafa þurft að spila heima­leiki á úti­velli þegar veður­að­stæður eru ó­hag­stæðar. Sömu­leiðis þarf yfir­leitt að spila fyrstu og síðustu leiki tíma­bilsins annars staðar. Meistar­flokkur karla hefur síðustu ár æft á knatt­spyrnu­vellinum í Bolungar­vík en börn og ung­menni æfa á gervi­gras­vellinum. Þegar líður á vetur færast æfingar inn í í­þrótta­húsin á Torf­nesi og í Bolungar­vík sem eru full­nýtt fyrir og anna varla eftir­spurn í­þrótta­fé­laga um tíma fyrir æfingar, kapp­leiki og í­þrótta­mót.“
For­svars­menn Vestra tilja það nauð­syn­legt að reisa knatt­spyrnu­hús til að bæta það að­stöðu­leysi sem knatt­spyrnan býr við fyrir vestan. Þar sé hægt er að æfa innan­dyra árið um kring við góðar að­stæður.

Fé­lagið telur, eftir að hafa ráð­fært sig við sér­fræðinga, að hús sem sé 70x50 metrar sé best í stöðunni. Að auki vill fé­lagið að gervi­gras sé sett á aðal­völlin sem og endur­nýja gervi­grasið á hinum vellinum. ,,Að mati þeirra sem til þekkja yrði þar með komin að­staða hér fyrir vestan eins og þær gerast bestar á landinu.“

Fjölskyldur hafi flutt sig um set

Þá myndi nýtt knatt­spyrnu­hús með að­stöðu fyrir knatt­spyrnu­iðkun mun minnka á­lagið á í­þrótta­húsinu á Torf­nesi og skapa meira svig­rúm fyrir aðrar í­þrótta­greinar. Dæmi sé um að fjöl­skyldur hafi flutt sig um set til annarra sveitar­fé­laga vegna að­stöðu­leysis til í­þrótta­iðkunar. ,,Fyrst og síðast er þó verið að bæta að­stöðu hundruða barna og ung­menna sem stunda í­þróttir í sveitar­fé­laginu. Er mikil­vægt að þau hafi sömu tæki­færi og standi jafn­fætis jafn­öldrum sínum í öðrum sveitar­fé­lögum þegar kemur að fram­boði á öflugu í­þrótta­starfi og að­stöðu til í­þrótta­iðkana barna og ung­menna. Því miður eru nokkur til­felli þar sem fjöl­skyldur hafa flutt í burtu eða valið bú­setu annars staðar vegna að­stöðu­leysis.“

Seinni ár hefur verið gert ráð fyrir byggingu í­þrótta­húss í fjár­hags­á­ætlunum Ísa­fjarðar­bæjar. ,,En því miður hefur ekkert orðið úr fram­kvæmdum af ýmsum á­stæðum. Oft var þörf en nú er nauð­syn og þetta verk­efni má ekki bíða lengur. Við ætlum að leita allra leiða til að byggja upp að­stöðu eins og þær gerast bestar á landinu og við getum verið stolt af.

,,Til þess þurfum við fleiri í lið með okkur og óskum því eftir að­stoð frá ein­stak­lingum, fyrir­tækjum, fé­laga­sam­tökum, sveitar­fé­lögum og öllum þeim sem vilja taka þátt í þessu stóra verk­efni með okkur, ekki bara til hags­bóta fyrir í­þrótta­fólkið okkar heldur sam­fé­lagið allt,“ segir á nýrri síðu á vegum Vestra í tengslum við byggingu knatt­spyrnu­húss.