Everton lyfti sér upp í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Chelsea í dag. Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið hjá Everton í dag og lék allan leikinn á miðjunni.

Þetta var fyrsti leikur Everton undir stjórn Duncan Ferguson sem tók við liðinu tímabundið eftir að Marco Silva var rekinn í vikunni.

Everton fékk draumabyrjun í dag þegar Richarlison kom heimamönnum yfir með góðum skalla á upphafsmínútunum leiksins.

Everton tvöfaldaði forskot sitt í upphafi seinni hálfleiks þegar Dominic Calvert-Lewin nýtti sér mistök í vörn Chelsea og skoraði af stuttu færi.

Gestirnir voru fljótir að svara og Mateo Kovacic minnkaði muninn undir eins með góðu skoti af tuttugu metra færi.

Calvert-Lewin var aftur á ferðinni á 83. mínútu leiksins þegar hann kom Everton aftur tveimur mörkum yfir og aftur voru það varnarmenn Chelsea sem gerðu sig seka um mistök.

Þetta var þriðja tap Chelsea í síðustu fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.