Handbolti

Landsliðskonur framlengja við Selfoss

​Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifuðu í dag undir tveggja ára framlengingu á samningum sínum hjá Selfossi.

Hanna og Perla sáttar í Selfosspeysum eftir undirskrift í dag. Mynd/Aðsend

Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifuðu í dag undir tveggja ára framlengingu á samningum sínum hjá Selfossi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Selfoss sendi frá sér í kvöld.

Eru þær báðar í lykilhlutverki hjá Selfyssingum en Hrafnhildur var töluvert frá á þessu ári vegna meiðsla.

Perla lék alla leiki Selfoss á nýafstöðnu tímabili og var markahæst í liðinu með 100 mörk eða 4,8 mark að meðaltali í leik. 

Stórskyttan Hrafnhildur Hanna var mikið frá vegna meiðsla en hún gat aðeins tekið þátt í tólf leikjum og var með 34 mörk, umtalsvert minna en í fyrra þegar hún var með 174 mörk í 18 leikjum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Handbolti

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Handbolti

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Auglýsing

Nýjast

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Patriots og Rams mætast í SuperBowl

Auglýsing