Handbolti

Landsliðskonur framlengja við Selfoss

​Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifuðu í dag undir tveggja ára framlengingu á samningum sínum hjá Selfossi.

Hanna og Perla sáttar í Selfosspeysum eftir undirskrift í dag. Mynd/Aðsend

Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifuðu í dag undir tveggja ára framlengingu á samningum sínum hjá Selfossi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Selfoss sendi frá sér í kvöld.

Eru þær báðar í lykilhlutverki hjá Selfyssingum en Hrafnhildur var töluvert frá á þessu ári vegna meiðsla.

Perla lék alla leiki Selfoss á nýafstöðnu tímabili og var markahæst í liðinu með 100 mörk eða 4,8 mark að meðaltali í leik. 

Stórskyttan Hrafnhildur Hanna var mikið frá vegna meiðsla en hún gat aðeins tekið þátt í tólf leikjum og var með 34 mörk, umtalsvert minna en í fyrra þegar hún var með 174 mörk í 18 leikjum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV fer með þriggja marka forskot til Rúmeníu

Handbolti

Arnór Þór kominn í deild þeirra bestu

Handbolti

HK komið upp í Olís-deildina

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

„Okkur langar að færa okkur upp um eitt þrep"

Íslenski boltinn

Spá Fréttablaðsins: KA hafnar í 6. sæti

Fótbolti

Barcelona vann bikarinn með stæl

Enski boltinn

Aron skaut Cardiff upp í annað sætið

Enski boltinn

Man. Utd getur bjargað tímabilinu með bikar

Körfubolti

Valur jafnaði metin gegn Haukum

Auglýsing