Handbolti

Landsliðskonur framlengja við Selfoss

​Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifuðu í dag undir tveggja ára framlengingu á samningum sínum hjá Selfossi.

Hanna og Perla sáttar í Selfosspeysum eftir undirskrift í dag. Mynd/Aðsend

Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifuðu í dag undir tveggja ára framlengingu á samningum sínum hjá Selfossi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Selfoss sendi frá sér í kvöld.

Eru þær báðar í lykilhlutverki hjá Selfyssingum en Hrafnhildur var töluvert frá á þessu ári vegna meiðsla.

Perla lék alla leiki Selfoss á nýafstöðnu tímabili og var markahæst í liðinu með 100 mörk eða 4,8 mark að meðaltali í leik. 

Stórskyttan Hrafnhildur Hanna var mikið frá vegna meiðsla en hún gat aðeins tekið þátt í tólf leikjum og var með 34 mörk, umtalsvert minna en í fyrra þegar hún var með 174 mörk í 18 leikjum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Töpuðu með 10 í gær en unnu Svía í dag

Handbolti

Selfoss til Litháen og FH til Króatíu

Handbolti

Aron Rafn búinn að skrifa undir hjá Hamburg

Auglýsing

Nýjast

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Auglýsing