Handbolti

Landsliðskonur framlengja við Selfoss

​Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifuðu í dag undir tveggja ára framlengingu á samningum sínum hjá Selfossi.

Hanna og Perla sáttar í Selfosspeysum eftir undirskrift í dag. Mynd/Aðsend

Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifuðu í dag undir tveggja ára framlengingu á samningum sínum hjá Selfossi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Selfoss sendi frá sér í kvöld.

Eru þær báðar í lykilhlutverki hjá Selfyssingum en Hrafnhildur var töluvert frá á þessu ári vegna meiðsla.

Perla lék alla leiki Selfoss á nýafstöðnu tímabili og var markahæst í liðinu með 100 mörk eða 4,8 mark að meðaltali í leik. 

Stórskyttan Hrafnhildur Hanna var mikið frá vegna meiðsla en hún gat aðeins tekið þátt í tólf leikjum og var með 34 mörk, umtalsvert minna en í fyrra þegar hún var með 174 mörk í 18 leikjum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

„Gríska liðið er í kynslóðaskiptum eins og við“

Handbolti

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Sport

Bayern sótti þrjú stig til Grikklands

Auglýsing

Nýjast

Lið Man United festist aftur í umferðarteppu

Sendu treyjur til Malawaí handa munaðarlausum

Ólíklegt að Usain Bolt semji við ástralska liðið

„Ekki tilbúnir til að vinna Meistaradeildina“

Líkir leikjum gegn Atletico Madrid við tannpínu

Mane snýr aftur í lið Liverpool á morgun

Auglýsing