Badminton

Landsliðið valið fyrir komandi verkefni

Ákveðið hefur verið hvaða badmintonspilarar munu skipa íslenska landsliðið í forkeppni Evrópumótsins sem fram fer í desember næstkomandi.

Kári Gunnarsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í desember. Mynd/BSÍ

Forkeppni fyrir Evrópumeistaramót landsliða fer fram dagana 7. - 9. desember 2018. Keppt verður í sjö riðlum og verða þeir spilaðir í Englandi, Moldavíu, Portúgal, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi og Búlgaríu.

Þau lönd sem vinna sinn riðil hafa þá unnið sér inn þátttökurétt á EM landsliða sem mun fara fram í Danmörku í febrúar. Aðeins Danir þurfa ekki að taka þátt í forkeppninni þar sem þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar og fá þar með beint sæti inn í aðalkeppnina.

Ísland spilar í riðli 3 ásamt Portúgal, Hollandi og Sviss.

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Atli Jóhannesson og Jeppe Ludvigsen aðstoðarlandsliðsþjálfarar hafa valið hópinn sem mun taka þátt fyrir Íslands hönd.

Landslið Íslands skipa eftirtaldir badmintonspilarar:

Arna Karen Jóhannsdóttir TBR
Margrét Jóhannsdóttir TBR
Sigríður Árnadóttir TBR
Davíð Bjarni Björnsson TBR
Kári Gunnarsson TBR
Kristófer Darri Finnsson TBR

Leikir Ísland fara fram á eftirfarandi tímum:

7.des kl 19:30  Holland - Ísland
8.des kl 16:00  Ísland - Sviss
9.des kl 10:00  Portúgal - Ísland

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Atli verður áfram í Kaplakrika

Handbolti

Leik ÍBV og Þórs/KA frestað vegna veðurs

Handbolti

Bjarki Már biður um þinn stuðning

Auglýsing

Nýjast

Tvær FH-tíur tóku morgunæfingu í Kaplakrika

Nokkrir sóttu um starf yfirmanns knattspyrnumála

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Uppgjör fyrir fyrsta fjórðung í Dominos-deild kvenna

Setti niður sex þrista í 4. leikhluta

Skoraði síðustu tólf stigin í sigri

Auglýsing