Íslenska karlalandsliðið í körfubolta missti af tengiflugi sínu til Portúgal frá Lundúnum í dag þar sem liðið á leik á sunnudaginn gegn heimamönnum í undankeppni EuroBasket.

Kemur þetta fram í tilkynningu sem Körfuboltasamband Íslands, KKÍ, sendi frá sér í dag en samstarfsaðili KKÍ, Icelandair, fann annað flug innan skamms.

Lendir íslenska landsliðið fyrir vikið rétt fyrir tíu að staðartíma og mun eflaust ekki koma á liðshótelið fyrr en um miðnætti á staðartíma.

Mætir Ísland liði Portúgal á sunnudaginn klukkan 17:30 og fá því landsliðsmennirnir eina æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir leik.